ÞORNIÐ VARÐ EFTIR Á HORNINU OG EÐIÐ FÉKK EKKI AÐ VERA MEÐ

Ég hef tekið eftir því að gríðarlega margir Íslendingar erlendis nota Moggabloggið. Sjálf er ég einn þeirra og hef af því bæði gagn og ómælt gaman. 

En ég hef líka séð að margir eru enn að nota th fyrir þ, d fyrir ð og ná ekki að skrifa broddstafina. 

Þjóðræksnið í mér ákvað að vera nörd og besservisser og upplýsa þá sem ekki vita að þessu er hægt að breyta á einfaldan hátt á lyklaborðinu með því að halda niðri tökkunum Ctrl og Shift (eitthvað misjafnt eftir lyklaborðum, en á mínu eru þeir neðst í vinstra horninu) og ýta á 1.

Vona að þetta nýtist einhverjum. Smá PS í lokin; ég lenti í því að gestabókin mín hreinlega hvarf og finnst nú hvorki á forsíðu né innri stillingum. -Hefur einhver lent í þessu eða veit hvað er til ráða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TAKK Helga Gudrun, thetta er einmitt thad sem eg hef verid ad pirra mig a ...ekki nog med ad hafa "rangt" lyklabord, heldur lika skort a stofum!!! Eg a alveg orugglega eftir ad lata reyna a thetta. Takk, takk.    Kaer kvedja, Edda.

Edda (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 01:48

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Prufaðu þetta bara right now vinkona :) og ef þú lendir í vandræðum þá er ímeilið mitt (sem er í týndu gestabókinni) helgaeiriksdottir@hotmail.com . Reddumessu einsog o c (ekkert sé)... eins og krakkarnir segja

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.6.2007 kl. 02:10

3 identicon

Ha, ha ha I like you!! 
EN elsku vinkona, thad gerist ekkert thegar eg reyni....eg held eg hafi samband a tolvupostinn thinn!!! Takk.  E.

Edda (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 02:27

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Búin að sjá og svara pósti.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.6.2007 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband