17.6.2007 | 23:03
TVÖ ÍSLENSK BÖRN HANDTEKIN Á ENGLANDI Í DAG
Íslensk systkin, 12 og 7 ára, sem búsett eru í 15.000 mann þorpi rétt fyrir utan Nottingham á Englandi voru í dag handtekin fyrir gróft brot á fánalögum. Höfðu þau teiknað og litað íslenska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga og límt hann í gluggarúðu heimilis fjölskyldunnar, svo myndin sást frá götunni.
Hald var lagt á teikningu barnanna af fánanum.
(Þetta er auðvitað "ekkifrétt" sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hvenær megum við vænta þess að lesa frétt af þessu tagi? Íslensku fánalögin eru bjánagangur og þarfnast tafarlausrar endurskoðunar!)
Fánalög brotin með mótmælaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 170339
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Aldrei mun sá dagur renna upp að við lesum frétt af þessu tagi, fánalögin eru vissulega "spes" en sveiganleg, margt hefur verið gert með íslenska fánan án þess að til aðgerða hafi komið... En þegar fólk hagar sér svona og "misþyrmir" fánanum í pólitískum áróðri þá er nú gott að segja stopp... Bara mitt mat
Gunnsteinn Þórisson, 17.6.2007 kl. 23:16
Já, það er s.s. í lagi þegar það er í hálfkæringi eða jafnvel af einskæru virðingarleysi, en ekki í lagi þegar það er í pólitískum tilgangi? Ertu e.k. fasisti? Á kannski að banna pólitíska umræðu?
Elías Halldór Ágústsson, 18.6.2007 kl. 00:30
Þetta er sannarlega til umhugsunar. Viðhorf við fána er kannski ekki misjafnt hvort maður í viðkomandi þjóð er að ræða eða útlendingur er að ræða. (t.d. þegar Íslendingur grínar íslenska fánann og þegar ég er að grína hann( Ég meina ekki lögfræðilega, frekar tilfinningarlega)
Mér finnst ríkisborgarar eiga rétt til að tjá sig með því að vera á móti eiginn fána sinn. En það hlýtur að vera mjög viðkmæmt mál. (Í Japan mun óvirðing fyrir fánanum valda stórum vandaræðum.... )
Toshiki Toma, 18.6.2007 kl. 00:43
Elías: Vil nú varla ganga svo langt að banna pólitíska umræðu, einnig vil ég frekar kalla mig frjálslyndan sjálfstæðismann frekar en fasista...
Kannski miskildiru mig eitthvað, mér finnst að línunar verða að liggja einhverstaðar... kannski sérð þú einhvern tilgang í því að vanvirða íslensk fánann, en mér finnst það heldur gagnslaust. Um leið og fólk fer að nota trúartákn, þjóðartákn, eða sín eigin börn í pólitískum tilgangi þá vil ég helst bara, stoppa það... Aftur, bara mitt mat
Ég varð víst fyrir þeim mistökum að vera alin upp við það að fara varlega með íslenska fánann upp í bústað, ekki leggja hann í jörðina og brjóta hann rétt... afsakið ef mér finnst það óviðeigandi að nota fánann á þennan máta. ;s
Gunnsteinn Þórisson, 18.6.2007 kl. 00:58
Sæl, Helga Guðrún.
Þakka þér fyrir að samþykkja að ég verð bloggvinur þinn
Toshiki Toma, 18.6.2007 kl. 01:09
Ég ber fulla virðingu fyrir íslenska fánanum, sem og fánum annarra þjóða. Ég vil bara ekki þurfa í spariskóna til að mega handleika hann einusinni eða tvisvar á ári, né þurfa að geta átt von á sírenum og handtöku ef mér yrði það á að vefja mér inn í hann á "mildu" júníkvöldi nærri frostmarki.
Í dag (gær) var fólk handtekið á Íslandi vegna þess að það tjáði skoðanir sínar um málefni sem mörgum er hugleikið. Hvað sem mönnum kann að finnast um stóriðju á Íslandi, er þá ekki fulllangt gengið að svifta fólk frelsi sínu þó það noti heimatilbúna klúta "sem líktust íslenska þjóðfánanum" til að leggja áherslu á málstað sinn?
Ég get ekki séð að þetta fólk hafi vanvirt eða "misþyrmt" íslenska fánanum á nokkurn hátt. Það er ekki eins og það hafi verið að brenna hann.
Sýnum íslenska fánanum virðingu - NOTUM HANN! - Ekki bara á 17. júní.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2007 kl. 01:34
Toshiki Toma: Minn er heiðurinn. Vertu hjartanlega velkominn og ég hlakka til að lesa skoðanir þínar um menn og málefni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2007 kl. 01:44
Virðing á að vera áunnin, ekki þvinguð!
Fáránleg lög.
Geiri (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 01:51
Misþyrmt var frekar stórt orð hjá mér, hef ekki einu sinni séð fánann þannig ég ætla ekki að tjá mig of mikið um þetta mál, en eins og stóð í fréttinni "...en á fánann voru letruð mótmæli gegn Alcoa...", bara hvernig það hljómar fer svolítið illa í mig. En jú auðvitað, notum íslenska fánann eins og við getum ;D Sleppum bara því að krota á hann. Allir þessir einstaklingar hefðu mátt flagga fánanum milli sín, svo lengi sem þeir letra slagorðin sín á öðrum borða. Enn og aftur og líklega í síðasta skiptið, bara mitt álit :)
Gunnsteinn Þórisson, 18.6.2007 kl. 02:27
Á Ísafirði er flaggað fyrir afmælisbörnum dagsins á öðrum leikskóla bæjarins og mér finnst það góður siður. Sonur minn verður sex ára í næstu viku og ég ætla að flagga.
Guðný Jóhannesdóttir, 18.6.2007 kl. 08:38
Til hamingju med strakinn thinn Gudny Audvitad a ad tjalda thvi sem til er og eg er sammala ther H.G. ad vid (allur almenningur) aettum ad nota fallega fanann okkar miklu meira. Their sem hafa buid eda dvalid a nordurlondunum vita lika hve miklu meira fraendur okkar nyta ser oll tilefni til ad flagga og einnig til ad merkja vorur (m.a.s. matvorur) med fananum, svo thad fari ekkert a milli mala hvadan varan er. En eg er lika sammala ther G.Th. thad verda ad vera takmork a thvi hvad og hvernig farid er med fanann okkar. Eg myndi t.d. ekki vera satt vid ad sja e-n vefja honum um sig!!
Her i Englandi er enski faninn ut um allt thegar fotboltaleikir eru spiladir (og tha meina eg ut um ALLT) a bilum, i gluggum heimila, verslunum o.s.frv. og thykir ekkert tiltokumal (sem thad ekki er) hins vegar finnst mer stundum ad englendingar fari med fanann sinn af akvednu virdingaleysi, bara eins og hverja adra tusku og thad thykir mer ekki fallegt. Aftur a moti virdast their bera meiri virdingu fyrir breska fananum sem their nota bara vid hatidleg taekifaeri ca. 1x - 2x a ari. Bestu kvedjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:01
Ég bý einnig á Englandi en í mínu umhverfi segjast menn nota enska fánann vegna þess að þeir séu fyrst og fremst Englendingar og eru stoltir af því. Margir hálf fyrtast m.a.s. við ef þeir eru kallaðir Bretar og vilja sem minnst með breska fánann hafa. Þetta get ég að mörgu leyti skilið, vegna þess að þó til væri skandinavískur fáni, þá myndu Íslendingar án nokkurs vafa kjósa að nota sinn eiginn þjóðfána.
En varðandi það sem Edda segir hérna að ofan um að hún væri ósátt við að sjá einhvern vefja íslenska fánanum um sig, þá á vinkona mín hérna bæði stórt baðhandklæði með enska fánanum og afar fallegt flísteppi með þeim breska. Mikið vildi ég eiga svona teppi með íslenska fánanum til að pakka mér inní yfir sjónvarpinu á kvöldin en vegna misskildrar virðingar -(og f(bj)ánalaganna)- verð ég að gera mér að góðu samskonar teppi, köflótt. Mér finnst íslenski fáninn fallegur og synd að mega ekki nota hann meira en gert er. Virðing er eitt - opinmynnt andakt og lotning er allt annar hlutur og ekki stíll sem ég hef tamið mér.
En þangað til Rammagerðin og Íslenskur Markaður eða hvað þetta nú allt heitir, fær leyfi til að framleiða svona kósí, íslensk fánateppi þá fær "þjóðræksnið" í útlöndum sér bara brandý úr brennivínsglasinu (með íslenska fánanum) sem keypt var í íslensku fríhöfninni í síðustu heimsókn. Það er ekki öll vitleysan eins.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2007 kl. 11:58
Nei, nei - thu misskilur mig Helga Gudrun Eg er nefnilega eins og G.Th. alin upp vid ad fara vel med islenska fanann og thad sem eg meinti var ad sja e-n vefja sjalfum fananum um sig.
Aftur a moti hef eg ekkert a moti thvi ad sem allra mest se hannad og buid til med "motivi" af islenska fananum, thvi eins og ther finnst mer hann virkilega fallegur og eg er viss um ad t.d. "fanateppi" unnin ur isl. ull myndu rokseljast K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.