Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þaggað ofan í þeirri óþekku

Ágæti bloggari.

Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú
getir bloggað um fréttir á mbl.is.

Kveðja,
blog.is
------------
Svo mörg voru þau orð moggamanna.
Ég kveð hér með bloggvini mína með söknuði 
en mun vissulega fylgast með ykkur áfram! Kissing 

Sumir bókstaflega skíta peningum

Hérna er örlítið dæmi um skemmtilega húmoríska frétt um fremur óskemmtilegt mál. Fréttin hefur fyrirsögnina: Með yfir 110 þúsund krónur í endaþarmi. Og þar sem hundraðkallarnir eru ekki lengur pappírspeningar, og hann var með yfir 110 þúsund krónur í borunni, þá get ég ekki dregið aðra ályktun en þá að hann hafi verið með klink þarna uppi líka. W00t  

"Maðurinn var ákærður fyrir að stela Frelsis-símakorttum fyrir GSM-síma fyrir að andvirði 360 þúsund krónur í verslun á Sauðarárkróki en þar starfaði hann við ræstingar. Þá stal hann yfir 110 þúsund krónum í reiðufé af heimili í bænum en lögregla fann peningana í endaþarmi mannsins við líkamsleit. Maðurinn játaði brotin fyrir dómi og tekið var tillit til þess við ákvörðun refsingar."

http://www.visir.is/article/20080908/FRETTIR01/520371750

Segið svo að það sé ekki hægt að skíta peningum! Tounge

money money money


Klukk, þú ert´ann!

Markús klukkaði mig í þessum skemmtilega eltingaleik á blogginu og hér koma svörin mín:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

* Sláturhúsvinna

* Sjómennska

* Kennsla

* Ritstörf

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

* Gaukshreiðrið

* Á hverfanda hveli

* The Green mile

* Shawshank Redemption

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

* Skagafjörður

* Ísafjörður

* Kópavogur

* England

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

* 60 minutes 

* Weakest link

* Britain´s got talent

* Dragons den

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

* Slóvenía

* Ungverjaland

* USA

* Spánn

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

* mbl.is

* visir.is

* zone.com

* youtube.com 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

* Hvítlauksristaðir humarhalar

* Svið

* Heit lifrapylsa

* Lambakjöt, rjúpur, gæs... mmmm - þarf ég að hætta?

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

* Hundrað ára einsemd

* Fylgsnið

* Ljósið að handan

* Ljóðabækur - endalaust

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

 * Sverrir Stormsker

* Sigurður Hreiðar

* Steingrímur Helgason

* Yngvi Högnason

Kissing

 

 

 

 


mbl.is Réðust á lögreglu - fimm handteknir
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Svartnætti

Ég var að horfa á ofsalega undarlegan sjónvarpsþátt hér úti í Englandi. Þátt um Sigur Rós.

Annað hvort eru þetta ofvitar eða vanvitar.

Sennilega ekki ofvitar. -Er í tísku að koma fram fyrir Íslands hönd sem gersamlega heilalaus og næstum ótalandi á öll tungumál... þar með talið sitt eigið?

Veit það ekki. Þeir komu mér fyrir sjónir sem vanvitar. Ég vildi að ég gæti sagt hversu stolt ég væri að vera Íslendingur. Nú kjafta ég aldrei frá!


mbl.is Mikill mannfjöldi á Ljósanótt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

4Play: Sigur Ros

Þetta er fyrirsögnin í kynningu á sjónvarpsþætti Channel4 sem sýndur verður hér í Englandi kl 1:35 í nótt. Ég held að ég verði hreinlega að horfa! Wink Grin
mbl.is Bara bull í blaðurskjóðu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ammæli

Besti, yndislegasti, skemmtilegasti og frábærasti vinur minn er hálfníræður í dag! InLove

best friends  Til hamingju, sæti strákur! Vildi að ég gæti djammað með ykkur þarna í kvöld - illa fjarri góðu gamni eins og oft áður... en koma tímar - koma... konur! WizardKissingWink 

Elska þig krúttið mitt! Heart


mbl.is Með 13 golfkúlur í maganum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Fíknó fattaði og tengdó dó ekki

Fíkniefnalögregla í Brasilíu haldlagði tvo krókódíla, annan þeirra tæplega tveggja metra langan, er hún gerði húsrannsókn hjá tengdamóður fíkniefnasala. Grunur leikur á að krókódílarnir hafi verið notaðir til að pynta meðlimi annarra gengja.

Tengdamóðir fíkniefnasalans hafði ekki hugmynd um að krókódílarnir voru í húsi hennar, og var hún ekki handtekin í aðgerðum lögreglulnnar. Krókódílarnir voru fluttir í dýragarðinn í Rio de Janeiro.

Fíknó "haldlagði" króksarana áður en þeir náðu að éta tengdó - sem hafði ekki hugmynd um að hún væri kona eigi einsömul. Right.

crock Wrong. Bömmer. Þar fór gott plott í hundskjaft.  Cool

 


mbl.is Fíknefnalögregla haldlagði krókódíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CRAFT

Breskur maður sá aldraðan föður sinn sprelllifandi í sjónvarpinu fimm árum eftir að hann hafði verið viðstaddur bálför hans.

BBC skýrir frá því að John Delaney sem þjáist af minnisleysi hafi týnst árið 2000 og að þremur árum síðar hafi fundist rotnandi lík klætt í svipuð föt og með sömu ör á líkamanum.

Ég sé fyrir mér að þetta hafi verið fremur einhliða fagnaðarfundir... Wizard


mbl.is Feðgar hittast fimm árum eftir útför föðurins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Didgeridoo dododo

Didge Leiðtogar frumbyggja í Ástralíu hafa kallað eftir því að hætt verði við útgáfu bókar þar sem stúlkum er kennt að leika á hljóðfærið didgeridoo. Stefnt er að útgáfu áströlsku útgáfu bókarinnar Daring Book for Girls í næsta mánuði. Frumbyggjaleiðtogarnir eru ósáttir við bókina vegna þess að þeir eru á þeirri skoðun að didgeridoo sé hljóðfæri karlmanna og að konur eigi ekki að leika á það.

didge-Leika á það - eða að því...? -Hvort ætli þeir óttist meira?   Cool


mbl.is Didgeridoo er ekki fyrir stelpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband