Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Djöfullinn danskur

Færeyingar fara eftir þeim lögum að kona eigi rétt á fóstureyðingu sé líf hennar í hættu, fóstrið sé alvarlega veikt eða að konan sé fórnarlamb kynferðisbrots.

Stop Abortion Þar með eru mínar ástæður til réttlætingar á fóstureyðingum upptaldar.


mbl.is Bjóða færeyskum konum aðstoð við fóstureyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfurskotturnar

hand p... handknattknáu eru á heimleið. Þeim verður eðlilega fagnað eins og þjóðhetjum og ekið í opnum vagni niður Skólavörðustíginn þar sem lýðnum gefst kostur á að hylla þá með húrrahrópum og söng.

medals Engar ræður verða fluttar - enda er töluðum orðum ofaukið þegar nóg er af þeim silfruðu. Því annað silfur og auðfengnara bíður þeirra á Bessastöðum þar sem silfurrefurinn sjálfur ætlar að orða afrekið á sinn persónulega hátt. 

Iceland Flag with Arms Til hamingju með daginn!

IcelandSmá vangaveltur að lokum: "Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur". -Skila þær sér almennt aftur? -Hversu hátt er hlutfallið? -Hvað er gert við þær gömlu? -Ef "fálki" fellur frá og orðan hans skilar sér ekki, hver þarf þá að rukka aðstandendur um gripinn? -Hefur einhver neitað að skila henni? -Hvað væri gert í því tilfelli? -Eru viðurlög við því að selja hana? -En kaupa? -Hvað ef hún týnist, fær fólk þá nýja? -Er hægt að tryggja hana? -Ef svo er, fyrir hvaða fjárhæð? -Hversu margir hafa hafnað henni? -Fékk konsúllinn í Manchester fálkaorðuna fyrir að stinga upp á, og fá í gegn, að núverandi forseti Íslands væri sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Manchester University? -Ef ekki fyrir það, fyrir hvað þá? *** Bara forvitni í mér, sko. Gaman ef einhver vissi svörinCool

 Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Orðuþegar hvert sinn eru að jafnaði ríflega tugur. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og örfárra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Samkomulag um þessar orðuveitingar er við öll Norðurlöndin, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalíu og fáein ríki önnur. Í tengslum við slíkar heimsóknir verða orðuveitingar til erlendra ríkisborgara talsvert fleiri en að ofan greinir.

Orðustigin eru nú fimm:

Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig.
Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni. Nánari upplýsingar um starfsemi orðunefndar veitir orðuritari og hann veitir einnig viðtöku tillögum um orðuveitingar. Orðuritari er nú ávallt starfandi forsetaritari.
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur.
 
mbl.is Eldri hetjur syngja fyrir þær nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir í Leifsstöð með fána, er það ekki?

Paul  Ramses kemur til landsins í nótt frá Mílanó. Hann hefur dvalið á Ítalíu frá því í byrjun júlí þegar Útlendingarstofnun neitaði að taka beiðni hans um hælisvist fyrir og vísaði honum til baka til Ítalíu.  Dómsmálaráðuneytið sneri við úrskurði Útlendingastofnunar á föstudag. Ósk hans um hæli verður því tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun.

-Hvenær má svo eiga von á því að honum verði endanlega vísað brott? -Væri ekki í lagi - og jafnvel eðlilegra að aumingjagóðir Íslendingar og útlendingasleikjur myndu hugsa fyrst um sitt eigið fólk sem ekki á fyrir salti í grautinn og er sumt hvert hreinlega sofandi undir berum himni sakir fátæktar?

Nei, auðvitað ekki. Kjánaskapur í manni að hugsa svona. Þessi gælunegri sagði varla satt orð þegar hann var inntur eftir eigin högum og laug meira að segja til um eigið nafn! Það ætti nú að falla rakleiðis í kramarhúsin hjá sumum. Það stóð ekki steinn yfir steini í frásögnum þessa "Íslandsvinar" sem í raun heitir Paul Odour Pata.

Ég vona að "efnisleg meðferð" hans verði viðeigandi og fljótafgreidd.


mbl.is Ramses kemur í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu

Sölva Ford 

 

Kæru bloggvinir og aðrir lesarar. Það er mér sérstök ánægja að minna ykkur á tónleika færeysku vinkonu minnar Sölvu Ford á Menningar"nótt" í dag.

Hún mun koma fram eftir opnunarræðu nýrrar borgarstýru á Óðinstorgi núna á eftir og aftur kl 3 á Kjarvalsstöðum.

Þá getur fólk séð að þarna er á ferðinni hæfileikarík ung söngkona en ekki eitthvað hankí-pankí furðudæmi frá fráfarandi borgarstjóra eins og illar tungur hafa verið svo viljugar að láta liggja að. Það er bæði leiðinlegt og andstyggilegt fyrir fjölskyldumanneskju eins og Sölvu að lenda í svona kjaftagangi sem vitaskuld var tilhæfulaus með öllu. Það að Ólafur fv borgarstjóri hafi boðið henni að koma fram á Menningarnótt bendir bara á góðan tónlistarsmekk hjá kallinum og ég fullvissa alla forvitna um að það bjó ekkert misjafnt að baki því boði.

Svo kvet ég bara fólk að vakna snemma á mánudagsmorgunn og hlusta á hana í viðtali við Markús Þórhallsson í morgunútvarpi Útvarps Sögu. Mér þykir verst að hafa misst af henni á Íslandi en ég ætla að hlusta á þau spjalla í gegnum netið.


mbl.is Björk með tónleika í Langholtskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fann apahreiður!

"Alþjóðleg skýrsla sýnir fram á að apar og apakettir í heiminum eru nú í meiri útrýmingarhættu en áður vegna veiða og minnkunar skóga", segir Morgunblaðið.

Morgunblaðið lýgur. Aparnir eru á Morgunblaðinu í fullu starfi við að ritskoða þá sem þora að segja satt. Því það er ekki bara illa séð heldur óleyfilegt á Moggablogginu.

Árni Matt, konungur apanna. Stattu nú við það sem þú hótaðir mér og andskotastu bara til að henda mér út í hafsauga eins og ég veit að þig blóðlangar til!


mbl.is Hvar eru allir aparnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband