Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 01:38
Má ég segja Icelandair upp?
Ekkert vildi ég frekar. Iceland Express líka.
Þetta eru nefnilega bannsettir ræningjar, bæði félögin. Glottandi hvor til annars halda þeir Íslendingum í gíslingu á og frá frostbörðu skerinu með fargjöldum sem ekki eiga sér hliðstæðu í heiminum.
Hvorugt félagið lætur þar við sitja í viðleitni sinni til vafasamrar fjáröflunar. Stutt er síðan ég gerði mál yfir því um borð þegar flugliðarnir tóku af mér pundið sem jafnvirði hundrað íslenskra króna. Ég hótaði þá að vekja athygli fjölmiðla á að þeir væru að ofrukka fólk um nærri 30% ef það borgaði með pundum. Þá varð uppi fótur og fit um borð, mér var endurgreiddur mismunurinn sem ég sýndi framá og öllu fögru lofað með að verðskráin um borð yrði endurskoðuð með gengið að leiðarljósi.
Annað sem er gargandi óréttlæti hjá þessum kumpánum; sonur minn er nýorðinn 13 ára gamall og nú er ár síðan hann þurfti að borga fargjald eins og fullorðinn karlmaður. En eins og þeim finnist það ekki nóg, þá rukka þeir hann um mörg þúsund krónur til viðbótar fyrir "fylgd fyrir barn" ofan á fullt fullorðinsfargjald milli landanna. -Hvernig má þetta standast?
Mig vantar íslenskan lögfræðing.
Icelandair mátti segja flugmanni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 15:28
Ég á afmæli á bjórdaginn
Ætli þeir megi ekki senda mér afmæliskassa hingað út til Englands?
Ég skal smakka það rækilega og skrifa svo umsögn á bloggið.
Láta vita hvernig smakkast.
Nýr bjór kemur á markað um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 14:27
ÁSTRALIRNIR KLIKKA EKKI Á SMÁATRIÐUNUM
Three men - a New Zealand farmer, Osama bin Laden and an Aussieare all working together one day.
They come across a lantern and a Genie pops out of it.
'I will give each of you one wish, which is three wishes in total', says the Genie.
The New Zealander, 'I am a farmer and my son will also farm.I want the land to be forever fertile in New Zealand.'
POOF! With the blink of the Genie's eye, the land in New Zealand was forever fertile for farming.
Osama was amazed, so he said, 'I want a wall
around Afghanistan, Palestine, Iraq and Iran so that no infidels, Americans, Aussies or New Zealanders can come in our precious land.'
POOF! Again, with the blink of the Genie's eye there was a huge wall around those countries.
The Aussie says, 'I am very curious. Please tell me more about this wall.'
The Genie explains, 'Well, it's about 5,000 feet high 5oo feet thick and completely surrounds the country. Nothing can get in or out;it's virtually impenetrable.'
The Aussie sits down, cracks a beer, smiles, and says, 'Fill it with water.'
Færri fá íslenskt ríkisfang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 14:12
ÞRJÚ ÞÚSUND OG SEX HUNDRUÐ MISTÖK
Stjórnendur moggabloggsins halda að notendur þess séu fífl.
Öðruvísi hefðu þeir ekki verið að tilkynna okkur að ef við viljum ekki auglýsingar á síðurnar okkar þá ætla þeir að rukka okkur um 3.600 krónur á ári.
Um leið og ég fæ þann reikning þá loka ég blogginu mínu hér og færi mig annað.
Verði þeim að góðu og megi þeir vel lifa!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 01:18
SVONA RÍÐA SKAGFIRÐINGAR
... sagði hann afi minn þegar hann sigraði kappreiðarnar, snéri hestinum við á marklínunni og reið á móti keppendum sem enn voru á leið í mark.
Í dag (19. feb.) hefði afi orðið 120 ára.
Afi var frumkvöðull; stofnaði hrossaræktarfélag Skagafjarðar ásamt sveitungum sínum uppúr aldamótum, byggði eitt fyrsta steinhús sveitarinnar um líkt leyti og keypti einn af tíu fyrstu bílum sýslunnar, ef ég man sagnir réttar.
Afi dó árið 1944 svo leiðir okkar lágu aldrei saman hér. Við munum hittast seinna og taka lagið kannski. Held að okkur komi til með að verða vel til vina.
Hermundur Valdimar Guðmundsson - minning hans lifir með mér sem hvatning.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 23:59
NONNI HÁLFNÍRÆÐUR
Litli bróðir minn á afmæli í dag. Ótrúlegt að hann Nonni litli sé orðinn 45 ára! Þessi agnarlitli glókollur sem kallaði mig Höku. En hann stækkaði fljótlega nægilega mikið til að ná mér í hæð og vel það, þótt hann yrði aldrei mjög hávaxinn kallanginn, frekar en aðrir karldvergar í föðurfjölskyldunni.
En í dag náði hann mér í árafjölda. Ég verð ekki 46 nærri strax!
Jújú, við erum alsystkin og allt, - en í gamla daga þýddi "faðirinn var viðstaddur fæðinguna" eitthvað allt annað en það sem við þekkjum í dag...
Til hamingju með daginn, elsku Nonni okkar!
Ástarkveðjur og knús frá okkur öllum
Dægurmál | Breytt 6.2.2008 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)