SVONA RÍÐA SKAGFIRÐINGAR

... sagði hann afi minn þegar hann sigraði kappreiðarnar, snéri hestinum við á marklínunni og reið á móti keppendum sem enn voru á leið í mark.

Í dag (19. feb.) hefði afi orðið 120 ára.

Afi var frumkvöðull; stofnaði hrossaræktarfélag Skagafjarðar ásamt sveitungum sínum uppúr aldamótum, byggði eitt fyrsta steinhús sveitarinnar um líkt leyti og keypti einn af tíu fyrstu bílum sýslunnar, ef ég man sagnir réttar.

Afi dó árið 1944 svo leiðir okkar lágu aldrei saman hér. Við munum hittast seinna og taka lagið kannski. Held að okkur komi til með að verða vel til vina.

Hermundur Valdimar Guðmundsson - minning hans lifir með mér sem hvatning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Virkar sem hann hafi verið hörkukall hann afi þinn...

Svona ríða skagfirðingar ! Þetta er fleygt !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 03:25

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, gaman að sjá þig káta og kjaftgleiða aftur á sviðinu, góða kvinna!

"Skín við sólu Skagafjörður" eða "Undir Bláhimni"?

Hvort heldur þú að garpurinn myndi vilja kyrja með þér?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband