STOPPIÐ ÞESSAR KONUR! ÞAÐ ER VERIÐ AÐ RÆNA ÞÆR!

Myndirðu hoppa fram af fram af bjargi ef þú sæir aðra gera það?

Um þetta spyr ég krakkana mína ef þau gera vitleysur og bera því við að "hinir hafi byrjað" eða "það voru allir að gera þetta".

Datt þetta í hug þegar ég las þessa ótrúlegu frétt um langar biðraðir kvenna í Kringlunni þegar einhverjir fjárhirðar (þessir menn eru kallaðir Con Artists á ensku, hirða fé af fólki með blekkingum) settu þar upp sölubás til að féflétta trúgjarna viðskiptavini.

Þarna eru þeir búnir að sannfæra fólk um að það sé að gera reyfarakaup í saumavél á 1000 pund, merki sem enginn hefur heyrt um, meðan Argos selur nú dýrustu SINGER saumavélina á innan við 280 pund. Sú vél gerir allt sem Kringluvélin gerir og meira til. Auk þess að vera gæðamerki sem hefur verið á markaði í áratugi. http://www.argos.co.uk/static/Product/partNumber/4600145.htm

En þetta er eins og í fjósinu; þegar ein beljan mígur..  Mér finnst þetta múgæði bara sorglegt og þó Íslendingar séu orðnir efnaðri í dag en fyrr á árum, þá er ég viss um að yfirgnæfandi meirihluti þeirra kvenna sem þarna eru að láta plata sig, má illa við því að láta stela af sér. Það eru alla jafna ekki efnuðustu konurnar sem sauma, með örfáum undantekningum sbr. Dorrit von Bessastaðir.


mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GústaSig

Þetta var nú víst hreint ótrúleg sjón að sjá. Þekki eina konu (mömmu mína ) sem skveraði sér á staðinn en hrökklaðist burt undan ágangi gráðugra kvenna og er hún nú ekki þekkt fyrir að láta hrekja sig burt úr biðröðum

GústaSig, 22.6.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband