DIANA: VITNIN Í GÖNGUNUM

Í kvöld verður heimildamyndin Diana: The Witnesses in The Tunnel sýnd hér á Stöð4. Forráðamenn stöðvarinnar ákváðu að "einlægur áhugi almennings" réttlætti birtingu mynda af síðustu mínútum í lífi stórslasaðrar prinsessunnar í Pont de l´Alma göngunum í París þann 31. ágúst 1997.

Fyrirhuguð sýning myndinnar hefur vakið hörð viðbrögð hér í Bretlandi og víðar. Þúsundir landsmanna hafa lýst andúð sinni og viðbjóði á því að sýnt verði í opinni dagskrá á landsvísu blóðugan og lemstraðan líkama prinsessunnar í bílflakinu þar sem sjúkraliðar reyndu árangurslaust að bjarga lífi hennar.

Synir hennar, prinsarnir William og Harry, hafa nú gert opinbert bréf sem þeir skrifuðu yfirmönnum Stöðvar 4 þar sem þeir þrábiðja um að hætt verði við sýningu myndarinnar. Bæði af tillitssemi við tilfinningar þeirra sjálfra sem ungir misstu sína elskuðu móður, og allra þeirra milljóna manna sem elskuðu hana og dáðu sem prinsessuna sína. "Við værum að bregðast skyldum okkar sem synir ef við gerðum ekki allt til að vernda hana núna, á sama hátt og hún verndaði okkur meðan hún lifði." Sögðu auk þess að birting á grafískum myndum af síðustu mínútum í lífi móður þeirra væri grimmdarleg árás á einkalíf og sáraukafull vanvirðing við minningu hennar.

Bættu svo við og spurðu: "If it were your mother dying in that tunnel, would WE want the scene broadcast to the nation? Indeed, would the nation want to see it?

Svari nú hver fyrir sjálfan sig.

Sem gamall blaðamaður álít ég að almenningur eigi rétt á upplýsingum. Vil jafnvel ganga þar lengra en margir félagar mínir. Gula pressan er komin til að vera, hvaða álit sem fólk hefur á henni. En sýning á þessarri svokölluðu "heimildarmynd" hefur ekkert með fréttir að gera.

Þetta er hreinræktaður sori!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband