SEX ÁR HJÁ HRÓA

Í dag eru liðin nákvæmlega 6 ár síðan ég flutti frá Íslandi og tók mér bólfestu í Nottinghamskíri í Englandi. Sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Ef eitthvað, þá sé ég eftir að hafa ekki gert það miklu fyrr.

Þó landið sé "fagurt og frítt" og hreina vatnið og ferska loftið sé á jafn mikinn heimsmælikvarða og bjartsýni þeirra sem þar búa, þá er bara svo ótal margt annað sem fellur mínusmegin á vogarskálarnar. Verðlag á flestu er svo algerlega úr samhengi við allt velsæmi að maður fær hreinlega áfall í hvert sinn sem maður heimsækir landið og þarf að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Gamla lumman um að landið sé eyland og svo afskekkt að flutningskostnaðurinn afsaki okrið er óþolandi. Þó menn væru fengnir til að synda með draslið til landsins OG VÆRU Á TÍMAKAUPI VIÐ ÞAÐ, þá myndi það ekki einusinni nálgast að geta réttlætt fáránlegt vöruverðið!

Og svo er það blessað veðurfarið. Ég ætla að láta það eiga sig að eiga um það orð að þessu sinni, vil ekki skemma góða skapið hér á þessu fallega júníkvöldi í útlandinu mínu þar sem ennþá eru 23 stig í garðinum þegar komið er undir miðnætti.

Já fjórði júní er flottur dagur. Þá eiga líka afmæli fullt af flottum konum. Nefni hér tvær; önnur þeirra er stórvinkona mín Anna Jóna Guðmundsdóttir kennari, sálfræðingur og feministi sem varð 44 ára í dag. Hin er seríalættleiðarinn, leikkonan og ofurvarabjútíið Angelina Jolie sem hélt uppá 34 ára afmælið. Ekki eins skemmtileg og Anna Jóna en allt í lagi samt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband