Má ég segja Icelandair upp?

Ekkert vildi ég frekar. Iceland Express líka.

Þetta eru nefnilega bannsettir ræningjar, bæði félögin. Glottandi hvor til annars halda þeir Íslendingum í gíslingu á og frá frostbörðu skerinu með fargjöldum sem ekki eiga sér hliðstæðu í heiminum.

Hvorugt félagið lætur þar við sitja í viðleitni sinni til vafasamrar fjáröflunar. Stutt er síðan ég gerði mál yfir því um borð þegar flugliðarnir tóku af mér pundið sem jafnvirði hundrað íslenskra króna. Ég hótaði þá að vekja athygli fjölmiðla á að þeir væru að ofrukka fólk um nærri 30% ef það borgaði með pundum. Þá varð uppi fótur og fit um borð, mér var endurgreiddur mismunurinn sem ég sýndi framá og öllu fögru lofað með að verðskráin um borð yrði endurskoðuð með gengið að leiðarljósi.

Annað sem er gargandi óréttlæti hjá þessum kumpánum; sonur minn er nýorðinn 13 ára gamall og nú er ár síðan hann þurfti að borga fargjald eins og fullorðinn karlmaður. En eins og þeim finnist það ekki nóg, þá rukka þeir hann um mörg þúsund krónur til viðbótar fyrir "fylgd fyrir barn" ofan á fullt fullorðinsfargjald milli landanna. -Hvernig má þetta standast?

Mig vantar íslenskan lögfræðing. Angry

Cool


mbl.is Icelandair mátti segja flugmanni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Eru þetta alvöru augnabrúnir eða bara gríma sem þú setur upp til að hræða fólk...?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.2.2008 kl. 03:12

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, börn verða allavega fullorðin fyrr hjá íslenskum ferðaskrifstofum og flugfélögum en hjá kollegum þeirra í öðrum löndum.

Markús frá Djúpalæk, 29.2.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilega til hamingju með daginn, sígilda dama!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.3.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ýmsu má nú reyna að koma mér til að trúa áður en ég trúi því að hún Helga í Vallanesi sé orðin gild!

Hvað þá sí-gild.

Árni Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Meðan ég man:

Til hamingju með daginn!

Árni Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég samúðast með ellina...

Núerettabúið...

Láttumigþekkjaða...

Hans&húnHágréta...

Steingrímur Helgason, 1.3.2008 kl. 22:13

8 identicon

Heil og sæl, Nafna og aðrir skrifarar !

Má til; að koma því að - lágmarks kurteisi, af hálfu flugfélaganna íslenzku, að þau beri, sem vélar þeirra, almennileg og auðsklin nöfn, á íslenzka vísu.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:13

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Langt síðan ég hef litið á bloggið en þar er nóg að gerast sem fyrr.

Sammála þér um það að ekki virðist mikið bera í milli hjá nefndum flugfélögum. En -- var þetta nokkuð skárra hjá t.d. Midland (er það ekki rétt nafn?) meðan það flaug hingað? Eða BA? Ég varð ekki einu sinni var við afsláttartilboð sem þó koma af og til með IE og IceA. -- En við skulum fyrir alla muni halda áfram að berjast.

Sigurður Hreiðar, 3.3.2008 kl. 13:09

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er líka "einkennileg tilviljun" að daginn eftir að síðasta erlenda félagið hrökklaðist frá landinu vegna ógnarskatta á Keflavíkurflugvelli og ósamvinnuþíðu íslenskra stjórnvalda, þá snarhækkuðu fargjöldin hjá báðum félögunum heima og nú líður æ lengra milli sífellt aumlegri tilboða.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.3.2008 kl. 18:41

11 Smámynd: Linda

Þetta er sko ekki orðum aukið, því ég hef heyrt annað eins um þjónustan við farþega um borð. 

Linda, 3.3.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Linda

*þjónustuna* átti þetta að vera.

Linda, 3.3.2008 kl. 23:53

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Flug frá Reykjavík til Egilsstaða kostar yfir 14.000 krónur aðra leiðina. Ég kemst fram og til baka til Spánar, Frakklands, Skotlands, Írlands... og tugi annarra landa héðan frá Nottinghamflugvelli (East Midlands Airport) fyrir 5.000 krónur eða minna.

Af hverju fljúga ekki íslensku félögin hingað, allavega vikulega, til að gefa fólki kost á ódýru framhaldsflugi? Þau hafa ekki áhuga, það er svarið. Hagur farþeganna, íslenskra neytenda, skiptir þau ekki nokkru einasta máli.

Það er nú sorglegur sannleikurinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.3.2008 kl. 14:27

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gott hjá þér að benda á þetta.  Það er ógeðslega dýrt að ferðast frá Íslandi og ekki batnar það. Þar fyrir utan er troðið í vélarnar.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:12

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fargjöldin millilanda frá Íslandi eru ekkert annað en gísling þeirra "kvótalausu".

Við hjónin erum gamaldags í fjölskyldugildum og fjármálum. Við vorum búin að leggja fyrir, fyrir páskaferð til Íslands fyrir fjölskylduna og bóndinn búinn að bóka vikufrí. Fjölskyldan hér úti samanstendur af okkur gömlu, 13 ára dreng og 8 ára dömu. En þegar við ætluðum að bóka farið með IE, sem yfirleitt er eitthvað undir verðskrá IcelandAir, þá blöskraði okkur svo að við hættum við.

Heimli barnanna okkar hefur alltaf verið opið fyrir vinum þeirra, við viljum að þeim líði vel heima og þangað geti þau boðið félögum og iðkað sínar tómstundir að miklu leyti. Herbergin eru þeirra eigin litlu heimili. Og þegar við sáum að fyrir fargjaldið gætum við keypt handa þeim sitthvort 42 tommu LCD flatsjónvarpið og hengt þau á veggina, - þá var það einmitt það sem við gerðum. Þar hanga nú farmiðarnir til Íslands.

Og því meira sem ég les af fréttunum, því ánægðari er ég með ákvörðunina.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.3.2008 kl. 13:20

16 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Annað hvort eru flatskjáir svona fáránlega ódýrir í Nottinghamskíri, eða Íslendingar eru í átthagafjötrum. Hvort skyldi vera skýringin?

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 15:00

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skammtur af hvortveggja.

Nú er SAS að fara að fljúga til ýmissa staða nema Englands.

Má ég benda þeim á möguleikann Ísland - EastMidlands!

Hér er stór alþjóðaflugvöllur, lægri lendingagjöld en í London, miklu lægri tengiflug til annarra landa en í London, stóru fótboltavellirnir og Formula1 stutt frá, golfvellir á heimsmælikvarða allt í kring, tónleikar með heimsþekktum tónlistarmönnum oft í viku og helmingi ódýrara að versla en í London.

Og hér býr hún Helga Höttur.

Er þetta nokkur spurning?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.3.2008 kl. 15:43

18 identicon

Markús eitt gott dæmi er 42" Panasonic sjónvarp sem kostar rétt um £1100 og svo €1200 í Þýskalandi. Sjónvarpsmiðstöðin selur þau á ca. 400.000 hér heima.

karl (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:50

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Næ ekki að peista það inn beint af vefnum til sönnunnar en við höfðum ætlað til Ísland laugardaginn 22. mars og heim aftur sunnudaginn að viku. Fyrir 3 fullorðna og eitt barn hefði það kostað okkur 155.340 með sköttum. Þá er óreiknaður kostnaðurinn til og frá London Stansted.

Við keyptum 2x 42" Philips Lcd á 674 pund stykkið, það gera 1.348.- Það umreiknaðist í um 180.000 eins og gengið var fyrir mánuði. http://www.currys.co.uk/martprd/store/cur_page.jsp?BV_SessionID=@@@@1627522790.1204919749@@@@&BV_EngineID=cccdadedhjdmlhgcflgceggdhhmdgmi.0&page=Product&fm=12&sm=0&tm=0&sku=090548&category_oid=

Það ber því ekki mikið á milli.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband