Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Andlát - Jónas Pétur Erlingsson

Jónas Pétur Erlingsson

 

 

 

    candles burning  In Loving Memory

Ástkær mágur minn, Jónas Pétur Erlingsson, andaðist í nótt á líknardeild Landspítalans.

Hann var fæddur 12. apríl, 1958. 

Minningar um yndislegan dreng lifa í hjörtum okkar allra.  Heart

 


Komið að kveðjustund

candle0mv.gif  Það er komið að ferðalokum hjá ástkærum fjölskyldumeðlim. Ég ætla að eyða næstu dögum í faðmi fjölskyldunnar og bið Guð að senda styrk og kærleik í sorgmædd hjörtu. Heart

KLÁMVÍSUR - (bannað börnum!) - fyrir Klámhunda og Erótíkur *blikk*

Mikið geta þessar fyrirsagnir hrekkt mann svona sjóndapran á gamals aldri. Þarna var ég búin að lesa péið sem ká og var strax farin að undra mig á hinum ýmsu hliðum þessa dularfulla en spennandi píkuhvarfs. En við lestur fréttarinnar kom náttúrulega í ljós að þetta var bara pípa og eigandinn hafði sjálfur og viljugur reynt að fyrirkoma henni. En þetta var víst eins og að kasta búmerangi, bara ofboðslega langt. Augljóslega verður maðurinn nú að byrja að reykja aftur, sé hann ekki löngu byrjaður.

SexY

sexy  SEXY  Sexy  lesboish

En þar sem ég var búin að setja mig í klámgírinn þá fannst mér synd að þurfa að hætta. Mér finnst nefnilega svolítið gaman að klámi, þó að femínasnarnir segi að öllum venjulegum konum þyki það ógeðslegt. Mér er alveg sama, ég hef aldrei reynt að vera venjuleg kona og er ekkert að þykjast með það. Mig hryllir við tilhugsunina um saumaklúbba og myndi fyrirfara mér frekar en að ganga í kvenfélagið. Þær mega sjálfar vera venjulegar og kalla mig allt sem þeim dettur í hug. Það geta þær nefnilega; þeim dettur allur djöfullinn í hug. Og ekkert af viti.

SEXUAL    sexy rock    Sexy girl SEXY     sexy undress

Fyrir um 20 árum síðan eignaðist ég forláta bók, sem mig minnir að Megas hafi gefið mér. Þó gæti það hafa verið Júlli minn, en hann kynnti mig fyrir þessum snillingi forðum daga. En þessi einstaka bók heitir Blautleg ljóð og var gefin út árið 1985 af Bókaútgáfunni SKEIÐ sf. Engra höfunda er getið en bókin inniheldur yfir 600 klámvísur og er meistaralega klámfengið myndskreytt af Hauki Halldórssyni.

SEXY     Sexy-1.jpg    sexy-3.jpg

 

Ef vera kynni að einhverjar pempíur eða godforbid femínasnar hefðu álpast hingað inn þá ættu þær að hætta að lesa núna því ég hef ákveðið að birta hérna nokkrar vísur úr bókinni, og e.t.v. fleiri á eftir ef áhugi er á.

sexy  sexy  sexy

Vertu brattur vinur minn,

vel ef statt er á þér.

Legðu fatta lókinn þinn

í leiku skrattann á mér.

Very sexy

Baldvin stúrinn varla var,

vildi dúrinn festa þar,

læra klúran lykil bar,

lífs að úri Þorbjargar.

sexy

Mín að telja afrek öll

ekki er nokkur vegur.

Ég hef ístru, ég hef böll

ég er guðdómlegur.

Very sexy

Þér við lendar, ljúfa frú,

læt ég endast nótt án trega.

Allvel kenndur er ég nú,

og mér stendur bærilega.

sexy

Jón minn hefur litla lyst,

langtum betur aðrir sóttu.

Það var aðeins allra fyrst

að hann réri á hverri nóttu.

Very sexy

Björn á Völlum fer á fjöll,

fram úr öllum rásar.

Lætur sköllótt skuðartröll

skvampa í höllum gásar.

Sexy

Sýn mér gæði, síður kíf,

svo að fæðist gaman.

Við skulum bæði líf við líf

leggja í næði saman.

Very sexy

Heyrðu góða hjartað mitt,

horfinn er mér dugur.

Get ég ekki gatið hitt -

guð minn almáttugur!

sexy

Undir kletti

Ingi fletti

upp um netta

seimagná.

Búkinn fetti

böllinn setti

býsna þétt

í læragjá.

Sexy 

Og ég get ekki hætt án þess að birta þessa:

Ég elska þig Helga um helgar

og helga þér allt sem mér ber

og því vil ég helga þér Helga

helgasta blettinn á mér.

sexy

sayings-6.gif
mbl.is Endurheimti pípuna eftir 16 ár
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Gat skeð (-i ekki) .. -en hví skyldum við ekki hrósa hugviti... þó það sé svolítið fjötrað?

Þegar menn voru farnir að  liggja á flautunni á aðalgötunni ákvað snillingurinn að bæta við hliðargötum til að greiða fyrir umferðinni í miðbæinn.

Ámátlega skilningslausir þessir fang(a)verðir. Cool 


mbl.is Andmælir kynskiptiaðgerð fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varlega - varlega - varlega!

Bróðir minn, sem er kennari í Mosfellsbæ og ökukennari að aukastarfi, sagði mér litla sögu síðast þegar ég kom í heimsókn. Hann á tvær yndislegar dætur frá fyrra hjónabandi og hafði verið með aðra þeirra í ökutíma. Í lok tímans lét hann stúlkuna aka að heimili hennar og leggja á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Eftir stutt spjall stigu þau bæði út úr bílnum og brósi gekk hringinn að bílstjórahurðinni, gaf dóttur sinni koss og faðmaði hana innilega að skilnaði. Þegar hann var sestur undir stýri kom hann auga á vandlætingarfull andlit úr þremur gluggum blokkarinnar og áttaði sig á því hvernig þetta gat litið út fyrir þá sem ekki vissu að ökukennarinn var að kveðja dóttur sína, en ekki bara nemanda sinn. 

                                                                        

Ráðið

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann.

Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.

En láttu það svona í veðrinu vaka,

þú vitir að hann hafi unnið til saka.

**

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

þá segðu að til séu nægileg rök.

En að náungans bresti þú helst viljir hylja,

það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

**

Og gakktu nú svona frá manni til manns,

uns mannorð er drepið og virðingin hans,

og hann er í lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

**

En þegar svo allir hann elta og smá,

með ánægju getur þú dregið þig frá

og láttu þá helst eins og verja hann viljir

þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

**

Og segðu hann brotlegur sannlega er

en syndugir aumingja menn erum vér

því umburðarlyndið við seka oss sæmir

en sekt þessa vesalings Faðirinn dæmir.

**

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd

með hangandi munnvikjum varpaðu önd

og skotraðu augum að upphimins ranni

sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

**

Já hafir þú öll þessi happsælu ráð

ég held þínum vilja þá fáir þú náð.

Og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður

en máske að þú hafir kunnað þau áður.

***(Höf: Páll J Árdal)

******

Svari nú hver fyrir sína samvisku. Kissing


mbl.is Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er drottning

 FairyTale-1.jpg Storybook image by marti1476

 fairytale-1.gif Fairytale image by astphi906

i miss you       iloveyou.gif i love you image by cuttie_lover_album


mbl.is Höll drottningarinnar af Saba fundin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er prinsessa

 

After amp before 6 beer

Sixpakkinn er ekki bara flottur á strákunum!

 secret.jpg ;)


mbl.is Cattrall vill yngri karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sagt þetta og stend við það hér: Tattú er ÓGEÐSLEGT, HALLÆRISLEGT, OFFPÚTTÍNG og HÆTTULEGT!

FUNNYÚpps, hvað er löggan að gera hér?!?!SURPRISED MAN


mbl.is Kannabislaufblað kom upp um flassarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vona að ég sleppi vel frá þessu, en ég hugsa að ég verði vant við látin á morgun:

Robber.jpg Robbin\' a bank image by Oseala 

Þetta er orðinn hreinn barnaleikur... eða kisuleikur... eða skrípaleikur... eða égþoriekkiaðskrifaþaðleikur... * En þetta er ungt og leikur sér. Cool


mbl.is Myndir birtar af bankaræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggulíf

"...Markús er hægt að nálgast upptöku af frábæru viðtali þínu við formann Landssambands lögreglumanna í gærmorgun? Bullið í manninum var yfirgengilegt..." "...Þið ættuð endilega að setja í gang podcast og fá síðan sérvalda og nafntogaða hálfvita í viðtal hahahaha."

Nú stilli ég mig ekki um að gjamma frammí, því ég heyrði þetta viðtal líka, ekki bara einusinni heldur tvisvar, og mér fannst Snorri Magnússon standa sig með miklum sóma. Það var auðvitað eðlilegt eftir nýliðna atburði sem allir þekkja að upp kæmu spurningar og umræður í kjölfar meintar óþarflega harkalegar aðgerðir lögreglu gegn borgurunum í tiltölulega friðsamri mótmælastöðu. Nýkjörinn formaður Landsambands lögreglumanna, Snorri Magnússon, mætti í morgunspjall til Markúsar til að rabba um daginn og veginn og ekki síst að gera grein fyrir þeirri hlið sem að lögreglunni sneri.

En Snorri svaraði öllum sínum spurningum á mjög skýran og yfirvegaðan hátt og færði góð rök máli sínu. Þar var einmitt líka komið að "fyrirhugaðri vopnavæðingu" lögreglunnar í Reykjavík, sem Snorri kvað hreint ekkert vera á fyrirhuguð hvað þá ákveðin.

Nú er ég búsett erlendis og margir færari en ég, og stendur það nær, að taka upp hanskann fyrir lögregluna í Reykjavík. Eins og Snorri kom inn á í mjög þægilegu og mannlegu spjalli, þá eru öryggismál innan lögreglunnar mikið rædd þeirra í milli ekki síður en hjá hinum almenna borgara með skoðun. Það vill nefnilega gleymast í öllum æsingnum að undir búningunum er ofur venjulegt fólk sem að loknum vinnudegi- eða nótt fer heim til síns maka og barna og eldar, skeinir og skúrar rétt eins og kennarahjónin í næsta húsi.

Nær daglega leggur stór hópur þessara manna líf sitt og limi í hættu við að vernda hinn almenna borgara og koma honum til aðstoðar hvar sem er, hvenær sem er, og oft undir hættulegum kringumstæðum. Fyrir það þyggja þeir snautleg laun og ótrúlega oft vanþakklæti og skít og skömm oní kaupið. Hvenær virðing fyrir lögreglunni hrapaði niður fyrir hættumörk er mér ekki ljóst en hitt veit ég að þessu verður að breyta.

Aldrei hefur verið meiri þörf en nú á sterkri og góðri samvinnu lögreglu og hins almenna, heiðarlega, Íslendings. Landið er orðið krökkt af útlendingum sem koma nú hópum saman, sumt að leita að vinnu en aðrir því miður að vandræðum og nýjum glæpmiðum. Austantjaldsmafían er komin, það vita allir sem vita vilja. Og með nýjum mönnum koma nýir siðir. Þeir menn hafa ekki alist upp við það að útkljá sín mál með sjómanni eða snyrtilega afgreiddu snúðhöggi. Nei, gott fólk. Þessir menn eru vopnaðir og vanir að nota þau.

Og þá skulum við spyrja okkur í framhaldi af því. -Myndum við vilja sjá okkar menn algerlega varnarlausa, og þurfa jafnvel að leggja á flótta þegar glæpamenn götunnar, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera, beina byssuhlaupi í andlit þeirra eða ógna þeim með hnífum, sveðjum og öðrum þeim vopnum sem þeir hafa yfir að ráða? Viljum við vita af okkar mönnum í stöðugri lífshættu í vonlausri og ójafnri baráttu við mikið betur búin hér á götum borgarinnar?

Það er bæði auðmýkjandi og nánast ógerlegt fyrir lögregluna að starfa við þessar aðstæður og undir þessum kringumstæðum. Það er einnig niðurlægjandi fyrir þjóðina að bjóða þeim upp á það og skammarlegt að auki. Snorri kvað vera mikinn vilja og áhuga innan lögreglunnar að koma á góðri og náinni samvinnu milli þeirra og borgaranna og nú þegar hafa verið stigin stór byrjunarskref á mikilvægri göngu.

Örfá orð að lokum í færslu sem þegar er orðin mun lengri en til stóð.

Tilefnið voru athugasemdir frá Baldri Fjölnissyni á vefsíðu þáttagerðarmannsins Markúsar Þórhallssonar sem spjallaði við Snorra í morgunþætti sínum á Útvarpi Sögu. Mér fannst það ekki einungis níðingslegt, ósanngjarnt og oft hreinn uppspuni, heldur einnig lýsa alltof algengri fyrirlitningu og fullkomnu virðingarleysi við lögregluna í landinu. Í þetta sinn varð fyrir barðinu heiðarlegur og hrokalaus maður sem hefur kosið sér það lífsstarf að þjóna lögum landsins og þörfum íbúa þess. Maður sem á það síst skilið þola háð og ónefni bitra og reiðra klaufa sem kunna ekki að finna lífsgremju sinni annann farveg en á svona lítilmótlegan hátt.

Með samvinnu og gagnkvæmri aðstoð lögreglu og borgara er hægt að taka höndum saman og vinna að því að snúa vörn í sókn. Sundrung og reiði tvístrar hópnum og þegar herinn er stjórnlaus þá er orrustan fyrirfram töpuð. Ég myndi vilja sjá heiðarlega borgara okkar fallega lands, hvar í flokki sem þeir standa, flykkja sér þétt að baki lögreglunnar í landinu og standa með þeim í stað þess að láta eins og illa upp aldir krakkar í frekjukasti. Sjaldan hefur hið fornkveðna átt betur við en einmitt nú: SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ - SUNDRAÐIR FÖLLUM VÉR!

 http://markusth.blog.is/blog/markusth/entry/531009/#comments

(Til að fyrirbyggja misskilning: Þegar ég tala um menn þá á ég að sjálfsögðu við bæði kynin).

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafna ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband