SILLY ME

Hermannaveiki sem leggst á lungu? Jahérna, og ég sem hélt að hermannaveikin væri bundin við Reykjavíkurdætur þegar herskipin leggjast að bryggju og kátir dátar ganga frá borði í veiðivon. Þau bregðast líka sjaldan aflabrögðin á þeim miðunum, enda kvótalaus með öllu og stofninn vænn. Og þeir fiska sem róa.


mbl.is Íslendingur greindist með hermannaveiki
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú á ég bara ekki til aukatekið orð!

Helga Guðrún Eiríksdóttir blaðamaður, er FYRSTI bloggarinn sem ég rekst á sem fengið hefur á sig rof á tengingu við frétt!

Þú ert bara stórhættuleg hahaha!

En þetta er alveg fáranlegt, einhver viðkæmnisvitleysisvesalingurinn hefur hefur sent rauða spjaldið á þig, bara fyrir að galgopast aðeind með þessa vissulega alvarlegu veiki sem af henni smitast, en fáir hygg ég deyja úr ef nokkrir sem fá viðunandi meðferð! Ætli það sé "náttúran" í skopinu þínu sem fer fyrir brjóstið á einhverjum, eða áttu kannski óvini!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Jahérna aftan og framan, ég er nú svo forviða að ég er nærri orðlaus og það hefur sjaldan hent mig. Ég hef á hverjum einasta degi lesið blogg sem ég hef talið á grensunni en alltaf fundist að málfreslið mætti sín meira og þótt það gott og rétt. En að það yrði þaggað niður í mér með svona alsaklaust grín með ekki vott af neinu sem ég taldi geta sært né meitt jafnvel viðkvæmustu tilfinningar, það þykir mér í hæsta lagi undarlegt.

Ég veit að ég gagnrýndi blaðamann mbl.is fyrir að þýða ítrekað rangt í sömu fréttinni, en fyrr má nú vera hefnigirnin.

Þetta er frétt í sjálfu sér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.8.2007 kl. 04:07

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Væri ekki sanngjarnt að fram kæmi yfir hverju í pistlinum væri kvartað, ég fæ ekki betur séð en að saklaust og fávíst sveitabarn sé bara að uppljóstra fávisku sinni mjög svo hreinskilningslega enda er fyrirsögnin mjög vísandi í hvað hún hélt um ákveðið orðasamband, ég get ekki séð að þetta hefði átt að meiða neinn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2007 kl. 00:18

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Allavega fávíst. Þakka stuðninginn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.8.2007 kl. 00:41

5 identicon

Jæja vinkona.  Ekki kemur mér það neitt á óvart að tenging frá fréttini hafi verið rofin, svona má náttúrulega ekki tala. 

Ekki það að þetta sé ekki 100% rétt hjá þér,  því það hefur alltaf þótt gott hjá mínum erlendu samstarfsmönnum að vera sendir til Reykjavíkur, því þar eru miðin góð, og afli alltaf mjög góður. Engin kvóti, og allt ókeypis, alger ofgnótt. 

En það má bara ekki tala um þetta opinberlega, svokallaðir feministar, hvað sem það nú er, fara algerlega á límingunum við svona opinberun.

Ástand er þetta.

Bjössi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég átta mig ekki á hvað er svona yfir strikið í þessari færslu.  Mér þykir þetta saklaus og skemmtileg færsla.  Að mér læðist grunur um að einhver nátengdur Íslendingnum með hermannaveikina þyki ósmekklegt að gantast sé með veikina. 

  Nú verður þú að passa þig,  Helga.  Ég hef nefnilega séð á fleiri bloggsíðum tilkynningar um að tenging hafi verið rofin.  Tveimur slíkum síðum,  sem ég veit um,  hefur síðan verið alveg lokað.  Þegar farið er inn á þær kemur bara upp texti sem segir að síðunni hafi verið lokað vegna brota á reglum blog.is.

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég held að ef þeir ætla að fara rjúfa tengingar og loka síðum af litlum sem engum tilefnum, þá verði nú ekki margir eftir á blog.is. Og það er með bloggveiturnar eins og bankana, að óánægðir viðskiptavinir færa sig bara annað. Það er nú ekkert flóknara en það. Þeir verða þá líka að setja skýrari reglur en svo að menn þori varla að opna á sér kjaftinn lengur af ótta við að vera keflaður og kastað út. Og ég trúi því tæpast að Morgunblaðið ætli að fara fremst í flokki við að afnema skoðana- mál- og prentfrelsi.

Ég missi engan svefn útaf þessu og breyti ekki ritstíl né skoðunum, hvorki af hræðslu við Morgunblaðið né til að þóknast einhverjum súperteprum með lítil tippi hjá ritskoðunarnefnd.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.8.2007 kl. 01:06

8 Smámynd: Jens Guð

  Í þessum skrifuðu orðum var verið að henda út af blogginu manni sem heitir Hlynur og bloggaði undir nafninu Bolur Bolsson.  Hann fékk rauða spjaldið eins og þú.  Eftir 2 - 3 slík var lokað á hann rétt áðan.   

Jens Guð, 15.8.2007 kl. 01:22

9 identicon

 Hann heitir Henry. Og málið snýst um tengingar við fréttir. Fjórum sinnum hef ég lent í slíku rofi og líður þá jafnan eins og eftir coitus interruptus.  

Már Högnason (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 04:55

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef sett fram fyrirspurnir til yfirvaldanna í nýjustu bloggfærslunni minni og vænti þess að þeir virði mig svara. Eða loki á mig. Ég bíð spennt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 05:08

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég biðst afsökunar á að hafa kallað Henry Hlyn.  Smá fljótfærni. 

Jens Guð, 16.8.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband