-HVAÐ SÖGÐU SKEYTIN?

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um óveðrið á Veðurstofunni undanfarna daga. Aðallega gegnum skrif hjá bloggvini mínum og sveitunga, JensAlmáttugum, og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur.

En mér datt í hug í framhaldi af því, að á æskuheimili mínu var þess ávallt gætt að alger þögn ríkti í eldhúsinu meðan veðurfréttir voru lesnar. Bændur urðu að heyra spána. En ef einhver missti af veðurfregnunum þá var aldrei spurt hvernig spáin hefði verið, heldur "-hvað sögðu skeytin?".

Gaman væri að vita hvort þetta hafi verið bundið við Skagafjörðinn, eða hvort þetta hefði verið sagt víðar. Ég heyri þetta allavega ekki sagt lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Einn mann þekkti ég sem missti bæði sjón og heyrn á allt annað þegar veðurfréttir voru lesnar. Þá var hann að "taka skeytin".

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2007 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Hvaðan af landinu var hann, Sæmundur?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.8.2007 kl. 19:38

3 identicon

Þetta var líka sagt í Svarfaðardalnum, Helga Guðrún.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 01:46

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sennilega er þetta bundið við Norðurlandið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.8.2007 kl. 02:03

5 Smámynd: Linda

Ég hef ekki orðið var við neitt álíka og þú talar um Helga, enn, eru þetta ekki brot á málfrelsi að hefta hvað fólk skrifar á obinberum vettvangi?  Furðulegt.

Linda, 16.8.2007 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband