MIG LANGAR AÐ DREPA MANN

Ég veit ekki hvort ég hata meira, tannlækna eða kóngulær. Sennilega tannlækna... ég get drepið kóngulærnar án þess að það sé gert að stórmáli.

Ég fór til tannsa í gær og hann eyddi megninu af eftirmiðdeginum í að bora og andskotast uppí mér og endaði svo á því að draga úr mér endajaxl sem ekkert var að. Þar sem ég var með kjaftfylli af bómull og öðru drasli sem hann hafði troðið þangað og allar tennur deyfðar nema þær sem hann var að reyna að laga, þá tók ég ekki eftir því í hasarnum fyrr en hann hélt á jaxlinum. Það er ekki eins og maður geti úðað útúr sér orðaflaumi í mótmælaskyni við þessar aðstæður.

Ég er á því að það sé alveg sérstök manntegund sem velur sér þessa starfsgrein. Fégráðug illmenni með kvalalosta. Og ástæðan fyrir því að þeir eru með grímur meðan þeir misþyrma á manni talhólfinu er pottþétt ekki af hreinlætisástæðum. Það er til að við berum ekki kennsl á þá ef við mætum þeim utan vinnutíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Góður og kvenlegur pistill hjá þér Helga Guðrún.

Guðmundur Pálsson, 13.6.2007 kl. 01:54

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir, doktor Guðmundur. Sjálfri fannst mér hann frekar karlmannlegur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2007 kl. 02:04

3 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Ég eru til góðir læknar og vondir, ég hef komist að því að það er best að fara til sérfræðinga í stað venjulegra tannlækna ef þú vilt vera nokkuð safe að fá góðan tannlækni eða lækni.

Einhvern tímann ætlaði ég mér að fara í tænnlækninn en ákvað svo að fara í læknisfræði, eftir að hafa lesið þetta er ég satt best að segja mjög ánægður að hafa ekki farið í tannlækninn:) hehe

Bjarki Tryggvason, 13.6.2007 kl. 02:22

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já Tryggvi, ég var næstum farin í tannlækninn sjálf í gær. Hann var bara heppinn!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2007 kl. 02:48

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eftir ruddaskrif í reiðikasti meðan ég var ennþá með hausinn í fatla eftir dr Miguel, þá held að dr Guðmundur myndi tæpast sækjast eftir nærveru minni á stofunni sinni. En fóbía er sko ekkert grín og er ástæðan fyrir því að stellið mitt er í grínlausu ástandi.

Ég hef gegnum árin lagt mig sérstaklega fram við að kynnast skrítnu fólki. Mér finnst það oft skemmtilegra en það óskrítna. En ég hef aldrei fyrirhitt neinn nógu skrítinn til að álíta það "hina bestu skemmtun" að fara til tannlæknis og gaman væri að vita hvernig dr Guðmundur skemmtir því. Brandý í skolglasinu væri bóð byrjun.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2007 kl. 13:08

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta læknaði mig fullkomlega af óbeit á tannlæknum.. og klinkunum þeirra. -Hvar er dr Gummi með stofu?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband