DAUÐIR HUNDAR SKÍTA EKKI

Skattpíning og verðlag á Íslandinu góða er löngu fræg að endemum, en er ekki fulllangt gengið að skattleggja löngu dauða hunda!? -Er eftirlitið fólgið í því kanna árlega hvort kvikindin séu ekki örugglega enn jafn dauð og síðast þegar hræin voru skoðuð?

Rosa og Lucy 001En þá að öðru máli, hundslegu líka. Dóttir mín fékk hvolp í afmælisgjöf núna um daginn. Átta vikna Border Collie "dama" var lögð í fang átta ára Rósarinnar og ljóminn í augum hennar lýsir ennþá upp umhverfið viku seinna. Höbbíhönkið mitt lét sér fátt um þessa fjölgun fjölskyldunnar, en við krakkarnir (alltsvo ég og krakkarnir) rúlluðum um öll gólf í ærslum og leikjum, með tilheyrandi awww, ohhh og útsígútsí hljóðsýnishornum.

En paradísarvist mín var mun styttri en Adams, því þetta litla sæta krútt er alger skítafaktoría og mér er ekki nokkur leið að koma henni í skilning um að svonalagað geri ekki vel uppaldar smátíkur innanhúss. En það er sama hversu oft farið er með hana út í garð eða gönguferð, alltaf skal skepnan vera búin að skíta í kílóavís þegar við mætum niður á morgnana.

-Eru ekki einhverjir samúðarfullir hundeigendur hérna sem gætu leiðbeint mér með það hvernig maður koppvenur kvikindið?


mbl.is Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Dagblöð út um allt hús þar sem dúllan fær að vera, í hvert skipti sem hún fer á blað, segir þú dugleg, svo fækkar þú blöðunum á hverjum deigi, heldur áfram að segja dugleg, þó sérstaklega ef hún pissar úti, þá er sko smá pulsubiti með í "Dugleg", nú svo er hún dugleg að pissa á dagblaðið og gera það brúna, heldur áfram að fækka blöðum þar til síðasta blaðið er við útidyrnar, svo segja sumir að gott sé að láta blaðið  ná pínu út því þá fer hún að fatta að fara út..bara sjá til, hún hættir þessu á endanum, sem betur fer ertu með tík, rakkar eru svo miklu verri...gangi þér vel. ´

Nú svo er gott að hlaupa með hana út ef hún fer í stellingar, hraðleið út og vera viss um að þú sért með hrósbita handtækan  í því fellst að nota alla fjölskildu meðlimi.

Linda, 14.10.2007 kl. 03:43

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega það sem Linda segir. En það verður víst að skamma líka. Þegar hún pissar/kúkar ekki á dagblað þarf að ná henni in the act, skamma og færa  hana á dagblað (til að sýna henni að þarna átti hún að framkvæma gjörninginn).

Þetta tekst. Á endanum. þarf bara þolinmæði til. Ég á íslenskan hund og ég hélt að hann ætlaði aldrei að hætta þessum andskota. Pissaði alltaf rééééétt út fyrir dagblaðið og kúkaði rééééétt út fyrir dagblaðið. hefði bara þurft eitt skref til hægri/vinstri, þá hefði allt lent á rétum stað. Ég var orðin svolítið þreytt á þessu. En svo bara allt í einu einn daginn... volla.... þá hætti hann þessu.

Svo hef ég líka heyrt að hundar geti ekki almennilega stjórnað þessu, það er geta ekki haldið í sér, fyrr en 5 mánaða minnir mig. Man samt ekki alveg...

Gangi ykkur vel

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk sætu stelpur! Reyni þá að grafa upp þolinmæðina sem hefur ekki sést lengi, en mögulegt er að finnist ef vel er leitað. Mögulegt sko.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.10.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband