KVALAFULLT AÐ LESA SVONA

Maður er orðinn svo bólusettur sálarlega fyrir öllum þeim viðbjóði í þessum heimi sem maður les daglega í fréttum að fátt kemur manni virkilega úr jafnvægi. Ég er hvorki sálfræðingur né séní, en ég giska á að þetta sé eitthvað varnarmekanik hjá manni til að brotna hreinlega ekki saman í hvert sinn sem maður opnar dagblað eða heyrir fréttir. En þessi voðafrétt var svo hryllileg að ég hreinlega grét við lestur hennar. Þetta er eitthvað það allra átakanlegasta sem ég hef lesið lengi.
mbl.is Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Þetta er viðbjóðslegt eins og svo margt í okkar heimi. Það er sorglegt hvað fáfræði og venjur geta áorkað!

Jónas Rafnar Ingason, 12.8.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Jens Guð

Umskurður er ekki bundinn við múslima. 

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 00:27

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er rétt, Jens. Hann er bundinn við fullkominn barbarisma og ólýsanlega mannvonsku.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.8.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Helga Guðrún góð!

Get alveg ímyndað mér að kona með tilfinningar verki hreinlega undan svona lestri. Gyðingar stunda jú umskurð líka, allavega á drengjum.En það er svo skrýtið, að við þessi "bólusettu" erum líka fljót að gleyma, nefnilega vart lengra en fyrir tveimur árum, þegar sómalska fyrirsætan þarna Diri, (eða hvað hún hét, ekki viss.) skrifaði´heila bók um slæma reynslu sína og annara kvenna varðandi þessi mál! Kom m.a. hingað til lands!Held að bókin hafi orðið metsölubók!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband