"ÉG MEINTI ÞAÐ ÞEGAR ÉG SAGÐI ÞAÐ"

Fyrirsögnin mín er stolin frá Steingrími Hermannssyni. En nú geri ég hans orð að mínum þó að miklu skemmra sé milli orða og eftirsjár hjá mér en honum.

Ég var rétt í þessu að horfa á nýjustu heimildamyndina um Díönu prinsessu sem ég gerði að umtalsefni fyrr í dag. Skemmst er frá að segja, að ég sé mig tilneydda að éta þau orð mín að mestu.

Fjölmiðlar hérlendis voru búnir að gera úr þessu gríðarlegt fjaðrafok og lýsa þessum sjónvarpsþætti sem fullkominni viðurstyggð, þar sem sýnt væri blóðugt andlit prinsessunnar og lemstraðir líkamarnir í klesstu flakinu. Það reyndist hins vegar helber lygi og ég fyrirverð mig fyrir að hafa "skotið áður en ég spurði".

Ef eitthvað er, þá er myndin upplýsandi á þann hátt, að hún birtir áður óséða fleti á málinu og skapar nýjan umræðugrundvöll um sorglegt slys sem snerti hjörtu og tilfinningar milljóna manna á einn eða annan hátt.

Maður ætti að vita betur en svo að dæma fyrirfram. Um það hef ég nú gerst sek, set upp hendur og biðst afsökunar. Hvet fólk til að sjá myndina sjálft og mynda skoðun sína í framhaldi af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband