BABBIÐ Í BÁTNUM: MYNDIN SEM KOM UPP UM KAUÐA... OG KAUÐU

DARWINS 2006Þetta er myndin sem tekin var af frú Anne Darwin með löngu látnum eiginmanni sínum, John Darwin, í Panama í fyrra.
Hann hefur nú verið handtekinn og ákærður fyrir að vera á lífi en hún bíður handtöku fyrir líkamlegt samneyti við látinn mann.
Auk þess verður þeim birt ákæra fyrir trygginga- og fjársvik.
Það er vandlifað í þessum heimi.

mbl.is „Týndi ræðarinn“ handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Þetta eru nú meiri grallararnir,  þessi hjón.

Jens Guð, 5.12.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Já svona er þá bátsbabb. Ég hef löngum velt fyrir mér hvernig alvöru babb lítur út. Kannaðist bara við abbababb.

Brjánn Guðjónsson, 5.12.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, þeir fiska sem róa. Þessi réri kajak til hafs og fiskaði heimsathygli er hann kom að landi fimm árum síðar. Kannski ekki alveg aflinn sem hann reiknaði með.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Lífið er erfitt. Endar ekki nema á einn veg.

Nema maður heiti Darwin. Því nafni hefur löngum fylgt einhver grallaraskapur.

En vera dauður týndur horfinn lifnaður við og fundinn, hvað á eftir öðru, og hafa svo týnt konunni ofan í kaupið -- það er ný hlið á þróun tegundanna!

Sigurður Hreiðar, 5.12.2007 kl. 16:29

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir... gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vegar dæmi sem þýðir 'það brakaði í skipshliðum af öldugangi'. Halldór Halldórsson.Af Vísindavefnum

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2007 kl. 16:34

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Babb er eitt stórkostlegasta orð tungunnar.....ABBABABB

Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband