ÚTFÖR OG AFMÆLI

"When it Rains it Pours", segja þeir hérna þegar ekkert hefur gerst lengi og svo hellist allt yfir á sama tíma. Við vorum búin að ákveða fyrir nokkru að halda uppá afmælið hjá Rósinni minni núna á laugardaginn. Mikill spenningur og búið að senda boðskort til allra bekkjarsystranna, allra leiksystkinanna í nágrenninu auk "kærastans" úr bekknum, sem fékk að bjóða vini sínum með til að verða örugglega ekki eini strákurinn. Það er sko ekkert smámál að verða átta ára. "Ég er næstum orðin teenager, mamma", sagði ungrúin með ákafa og eftirvæntingu. "Ekki gera mömmu hrædda", svaraði sú gamla, og fékk til baka elskulegt stríðnisglott.

Rétt þegar öll boðskortin voru komin til skila og mömmurnar farnar að hringja til að staðfesta mætingu í milli 20 og 30 barna garðveisluna hjá ungfrúnni, kom besta vinkona mín í heimsókn og sagðist vera boðuð inn á spítala á laugardagsmorguninn. Var búin að vera að bíða eftir að komast í aðgerð þar sem fjarlægja átti gallblöðru og steina. Hún spurði mig hvort sonur hennar 12 ára mætti koma til okkar á föstudagskvöldið og gista yfir helgina. Það var auðvitað ekki nema sjálfsagt, enda guttinn heimagangur hér og telst næstum til fjölskyldunnar, auk þess að vera jafnaldri og vinur Kristjáns míns. Samt vorum við báðar hálf svekktar, því við höfðum ætlað að vera með hvorri annarri, ég með henni í spítalaveseninu og hún með mér í krakkapartýinu. En ákváðum að við þessu væri ekkert að gera, við yrðum bara báðar að halda okkar striki úr því sem komið var og reyna að komast af án hinnar úr því að svona stóð á.

Í fyrrakvöld hringdi svo Óli til að segja mér að útförin hans Finna hefði verið ákveðin kl. 11 á laugardagsmorguninn. Sama laugardaginn. Og nú sit ég hér í algerri dilemmu. Þó að við gætum faktískt tímalega séð farið í athöfnina um morguninn og verið komin heim um eittleytið til að grilla kjúklingaleggi með öllu tilheyrandi fyrir allann hópinn sem væntalegur er kl 3, þá sé ég það ekki fyrir mér að maður verði upplagður fyrir að bregða á leik og vera skemmtilegur þann eftirmiðdag.

Rétt í þessu var Rósin að koma úr skólanum og við settumst niður í spjall. Hún sýndi því fullan skilning að við gætum ekki haldið uppá afmælið sama dag og við færum að kveðja Finna, en fannst óhugsandi að bíða í heila viku í viðbót. Svo nú höfum við ákveðið að ég skrifi bréf með útskýringum til foreldranna um að vegna nýuppkominna aðstæðna verði partýinu frestað um einn dag, og verði haldið á sama stað og sama tíma degi seinna, eða á sunnudaginn. Vona svo bara að þetta komist til sem flestra og það mæti ekki margar uppáklæddar dömur á laugardaginn.  

Svona gengur nú lífið fyrir sig í fallega þorpinu okkar fyrir utan Nottingham þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Helga Guðrún góð!

Þér er ekki fisjað sama, stendur þig vel og reynir að gera sem best úr öllu! Þetta mun áreiðanlega takast allt saman hjá ykkur.

Stuðningskveðjur í litla þorpið!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er reyndar afar týpiskt finnst mér, og heitir Murphys law þar sem þú ert bókuð á sama tíma með þessi ósköp! EN ég vona að þetta gangi hjá þér Helga Guðrún og átt þú alla mína samúð með þennan sára missi. En ég var að birta uppskriftina sem þú baðst mig um, og er hana að finna hér.

Ég vona að þetta létti á þér og hjálpi til. Guð blessi þig systir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Linda

Gangi þér vel. Ef ég má auðvelda þér baksturinn,

Einn kassi Betty Crocker súkkulaði kaka..silki mjúk og góð á bragðið.

Þegar þú ert búin að baka hana, getur þú skorði niður eitt stykki Snickers (stórt) og sett á milli  með súkkulaði kremi, eða þeyta rjóma, setja pínu vanillu sykur út í og niður skorna  Banana. þessi kaka svíkur engann og húsfrúin getur sett á sig pínu hveiti og  borðið tertuna á borðið litið út fyrir að hafa þrælað sér út, þó staðreyndin sé sú að nýjasta Nora Roberts var lesin á meðan kakan sá nánast um sig sjálf

Algjört gummilaði og tekur ekki langan tíma.  Knús til þín.

Linda, 28.9.2007 kl. 19:47

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mmmmm takk fyrir! Hljómar æðislega.  Var búin að steingleyma Betty, bakaði hana oft heima á Íslandi. Nú verð ég bara að baka þær báðar og hafa skoðanakönnun á heimilinu. Ætlaði að æða í þetta í kvöld, en ég er í einhverju letikasti og ákvað að gera það bara þegar ég kem heim á morgun. Þá get ég líka komið við á heimleiðinni og keypt BC kassann, súkkulaðikremið þeirra er líka algert gúmelaði. -Seturðu Snikkersið saman við kremið eða dreifirðu því bara ofaná? Hlakka sko til að smakka afraksturinn. Ætli bökunartíminn sé ekki sá sami þó að ég sé með gasofn? Hlýtur að vera svipaður allavega.. Knús

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.9.2007 kl. 20:09

6 Smámynd: Flower

En dæmigert að allt komi upp á sama tíma. Það er náttúrulega ekki nema von að þú sért ekki í veisluskapi þegar jarðarför ber upp sama dag.

En mikið er þetta girnileg uppskrift Linda. Ég er bara meira gefin fyrir að gera frá grunni. Að baka er gaman og skemmtilegast þegar mann langar í eitthvað gott sjálfan hehe Ekki eins gaman þegar þegar þarf að baka og maður nennir því ekki

Flower, 28.9.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: Linda

Hæ Helga, ég dreifi því bara á milli botnanna, svo kermið eða rjóminn yfir það.  Nægilega mikið af Snickers sko, ekkert spara það tíhí. um að gera að setja það á meðan botnarnir eru enn svona pínu volgir.

Flower, skil þig, ég er  bara nenni orðið ekki að baka frá grunni, enda svo læt ég ímyndunar flugið ráða þegar ég er með Betty.  T.d. fyllinging með þeittum rjóma og banaana, pældu í að bæta við súkkulaði rúsinum,..killer gott stöff tíhí.  knús til ykkar beggja.

Linda, 29.9.2007 kl. 01:56

8 Smámynd: Jens Guð

  Æ, það er svo sorglegt að lesa þetta með Finna.  Ég get bara vottað samúð og hryggð,  kæri sveitungi og vinkona. 

Jens Guð, 8.10.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband