VINDHÖGG REFSIVANDARINS

 Portúgalska lögreglan afhenti nú síðdegis rannsóknargögn sín til saksóknara, sem áframsendi þau nærri rakleiðis til dómara. Hann mun í framhaldinu ákveða hvort hjónin hafi áfram réttarstöðu grunaðra, verði kölluð aftur til Portúgal sem sakborningar eða fellir niður "arguidos" statusinn, sem þau hafa nú sem grunaðir einstaklingar.

Nú er ég ekki sérlega lögfróð, en ég reikna með að ef saksóknari teldi sig hafa haldgott mál í höndunum þá hefði hann hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur þeim, í stað þess að gefa það frá sér um leið og hafa séð þau ákæruatriði sem liggja að baki ásökunum á hendur McCann hjónunum.

Ég bara næ ekki uppí þá hryllilegu refsigleði í fólki gagnvart þessum lánlausu foreldrum. Þar eru landar mínir sko ekki barnanna bestir, og ég hreinlega skammast mín fyrir það fólk sem fær það af sér að dæma þau sek áður en nokkuð hefur sannast eða komið á daginn, og ekki nóg með það heldur heimtar að yngri börnin þeirra tvö verði tafarlaust tekin af þeim og komið í hendur vandalausra. Eins og sálarangist þeirra sé ekki nægileg fyrir.

Mér finnst það benda til ills innrætis þannig skrifara og vera þeim til lítils sóma.

 


mbl.is Lögregla segir ekki fullvíst að erfðaefni sé úr Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Að því er mér skilst eru gögn portúgölsku lögreglunnar frekar veik.  Þó hefur komið fram að lífsýni úr barninu hafi fundist í bíl sem foreldrarnir tóku á leigu nokkrum vikum eftir hvarf barnsins.  Ekki aðeins líkamsvessar heldur einnig hárflygsur.  Hárflygsur sem voru fleiri en svo að þær hafi fallið af leikfangi.  En ég vil ekki gerast dómari og vona að foreldrarnir séu saklausir. 

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fréttastofurnar báru til baka þetta með hárið (Guði sé lof) og tala nú einungis um blóðdropa. Sem er jafn stórfurðulegt og þetta mál alltsaman, því síðast þegar ég vissi þá blæðir ekki líkum. Og þeir sem hafa komið að látnu fólki eftir 2-3 daga við stofuhita segja að lyktin sé ólýsanleg. Hvernig hún væri þá eftir tæpan mánuð í 30 stiga hita geta menn bara gert sér í hugarlund.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.9.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ilmur í haughúsi þykir mörgu borgarbarninu að minnsta kosti, það versta sem til er, en í samanburði við lík sem legið hefur í stofuhita í þrjár vikur..! Menn geta bara rétt reynt að ímynda sér fnykinn!

Og nei, alveg útilokað að 25 daga lík leki blóði, þetta er bara að verða verra og verra mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband