EKKI FARA TIL JAMAICA

Rétt í þessu var verið að vara Breta við að fara EKKI til Jamaica næstu daga, þar bíða menn komu fellibylsins Dean, sem reiknað er með að verði gríðarlega öflugur. Ekki veit ég hversu margir, ef einhverjir, Íslendingar hyggja á frí til Karabíska hafsins nú um eða uppúr helgi, en ástæða er fyrir fólk að kynna sér málið, og íslenska fjölmiðla að vara fólk við. Fellibylur þessi, sem flokkaður er á stærðargráðunni 4, fyrir þá sem það þekkja, er talinn verða mannskæður og geta jafnað byggingar við jörðu þar sem hann nær hámarki sínu eftir helgi.

Enn er leitað 6 manna eftir hótelbrunann í Newquay (frb.Njúkí) í Cornwall í nótt, þar sem einn maður lét lífið og fjórir særðust. Vonast er til að þeir hafi verið úti þegar eldurinn kom upp rétt eftir miðnætti, og verið er að kalla eftir að þeir gefi sig fram svo hægt sé að útiloka að þeir hafi látist í eldsvoðanum. Fjögurra hæða Penhallow hótelið er nú nokkurnveginn hrunið til grunna. Ekki hefur verið greint frá ástæðu brunans.

 


mbl.is Einn lést og sex saknað eftir hótelbruna á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband